Ristað snakk - fyrir hugrakka

Ristuð skordýr, bæði húskrybbur og lirfur mjölbjöllu. Próteinríkt, stökkt og bragðgott.

  • Má þetta?

    Snemma árs 2022 heimilaði ESB neyslu og sölu á engisprettum og fleiri skordýrum til manneldis. Við bjóðum vörur úr lirfum mjölbjöllu, húskrybbu og engisprettum.

  • Er þetta eitthvað grín?

    Neibb, ekkert grín. Hundruðir milljóna manna neyta skordýra að staðaldri. Í Evrópu hefur neysla þeirra ekki verið mikil en fer þó ört vaxandi. Tvennt kemur þar helst til - skordýr eru afskaplega holl fæða - og þau eru einn kolefnisvænsti próteingjafi sem fyrirfinnst.

  • Bragðast þetta þá ekki illa?

    Small Giants kexið hefur fengið "Great Taste Award" verðlaunin sem gefin eru matvörum sem þykja skara fram úr í bragðgæðum.

    Ristuðu skordýrin frá Essento eru afskaplega bragðgóð að flesta mati. Paprikuútgáfan var vinsælust hjá okkur árið 2022.

Próteinstykki með skordýrapróteini

Bragðgóð og næringarrík próteinstykki sem innihalda gæðaprótein úr skordýrum.

  • Betri nýting auðlinda

    Aðeins þarf brotabrot af auðlindum til að rækta skordýr ef borið er saman við hefðbundna próteingjafa vesturlandabúa.

  • Minni losun gróðurhúsalofttegunda

    Við ræktun á skordýrum losum við aðeins minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnir próteingjafar eins og alifuglarækt eða nautgriparækt.

  • Góð næring

    Skordýr eru gæðaprótein. Skilgreiningin á gæðapróteini er að það innihaldi allar lífsnauðsynlegar amínósýrur sem líkaminn þarfnast. Einnig innihalda skordýr mikilvæg steinefni eins og járn og kalk og allt að 69% prótein.

Engisprettukex

Öllu réttara væri að kalla þetta krybbukex. Acheta Domesticus sem er húskrybba á íslensku er þó náskyld engisprettu. Braðggott kex sem er gott eitt og sér en einnig fínt með hummus, salati eða öðrum ídýfum.